Blanda í apríl 2014
Video
Reply
Róbert tók þetta myndband á símann.

Keypti þessa forláta tösku þar sem allt veiðidótið er á einum stað.


Þarna fyrir neðan lækinn velti bleikjan sér, sennilega í æti sem skolast niður.

Pöddur undir steini.

Tóm önglabox lágu þarna ásamt öðru sem ég tíndi upp og setti í ruslapokann.

Sumir veiðimenn hafa þann ljóta sið að skilja eftir allskonar drasl og er það sorglegt athæfi.

Svæði 4 þarna sáum við þónokkuð af bleikju, en ekki vildi hún taka það sem við buðum henni.
Ég reyndi allskonar púpur og littlar flugur en ekkert gekk.

Mikið dýralíf er við Blöndu.