Sigurður Finnsson útgerðarmaður frá Siglufirði samdi við listamennina Ragnar Kjartansson og Ragnhildi Stefánsdóttur um gerð afsteypu af listaverkinu Lífsbjörg. Minnismerkið var síðan steypt í brons í Bretlandi, á það eru skráð nöfn allra siglfirskra sjómanna sem farist hafa frá 1900-1988. Hann stofnaði minningarsjóð um þá. Minnismerkið var staðsett á grasflöt framan við hraðfrystihús Þormóðs ramma hf. og afhjúpað á sjómannadaginn 1988.
Heimild: Sverrir Sveinnson
