Slippverkstæðið er rúmlega 300 fermetrar að gólffleti, byggt árið 1934 og búið gömlum tækjum og verkfærum og eru elstu trésmíðavélarnar nær 100 ára gamlar. Dráttarbrautin var keypt notuð frá Akureyri um 1930 og mikið endurnýjuð og stækkuð um 1950. Þar stendur gamalt skip sem upprunalega hét Guðmundur Þórðarsson GK 75, 52 brl., smíðaður í Hafnarfirði 1943.
Heimild siglo.is sjá einnig: http://www.siglo.is/is/frettir/slippurinn_io_eigu
