Hér er Sísí VE 265 að koma ný frá Friðrikssund í Danmörku en hún var smíðuð þar árið 1924. Sísí var kantsettur tvístefnungur og mæld 13 tonn búin 36 hesta Dan vél. Eigandi var Gísla J. Johnsen langafi minn í Vestmannaeyjum.
Ég tel víst að báturinn hafi verið skírður eftir
ömmu sem kölluð var Sísi og hefur verið rétt um tvítugt þegar
báturinn kom nýr.
Mynd og upplýsingarum bátinn: http://batarogskip.123.is/
Aðrar upplýsingar og myndir af Heimaslóð.is
