Það átti eftir að koma í ljós að afkomandi hans þ.e.a.s. dóttursonur er hérna um borð og vinnur með mér í vélarúminu. Þetta er hann Elvar Smári Kristinsson vélstjóri. Hann sagði mér að á ættarmóti hjá afkomendum Páls hefði kompásinn úr Skúla Fógeta verið til sýnis, örugglega tækið sem bjargaði þeim í land.
