
Ég heiti Arnþór Þórsson búsettur á Siglufirði og vinn sem vélstjóri á frystitogaranum Mánabergi frá Ólafsfirði. Ég setti upp þessa síðu til þess að koma myndum og myndböndum um vinnuna og áhugamál á framfæri fyrir þá sem hafa gaman að stangveiði, sjómennsku og lífinu yfirleitt.
Til að hafa samband er email mitt:
arnthorthors@gmail.com
Eiginkona mín Brynja Baldursdóttir
Ég var tekin í fóstur sem smábarn. Fósturforeldrar mínir voru Sigríður Sveinsdóttir og Aðalbjörn Rögnvaldsson
Mamma, Gunni, Systa, Svenni og ég. Myndin er sennilega tekin 1962 á jólum. Útvarpið fyrir miðju flutti okkur skemmtiefni eins og fimmtudagsleikritin Ambros í London ofl.
Lindargata 11 fyrsta heimilið okkar. Takið eftir jólaseríunni, búin til úr þvolbrúsum og perurnar handlitaðar. Við áttum heima á miðhæðinni en Maggi Guðjóns, Sigga og fjöldskylda á efri hæðinni.
Uppeldis systkinin mín Svenni, Gunni og Guðbjörg (Systa) Bæði húsin sem eru fremst á myndinni eru horfin.
Uppeldis og hálf systkini í móðurætt. Stúlkan í brúna jakkanum ekki talin með. Frá vinstri Systa, Jóhanna, Jökull, Óðinn Svenni og Gunni.
Ég ásamt Svenna og Gunna í stofunni á Lindargötu 11
Mitt annað heimili var á Hverfisgötunni hjá Öbbu og Nonna og vorum við Ari sonur þeirra miklir vinir, á myndinni sem tekin er á Hverfisgötunni eru talið frá vinstri Systa, Ari, Gunni og Jóhanna Jóns
Fastir siðir voru í kringum stórhátíðir og var alltaf farið til Öbbu og Nonna á gamlárskvöldi. Þetta er sennilega hlaðborð hjá Öbbu. Geta má þess að þar smakkaði ég í fyrsta skipti franskar kartöflur og var það fyrir 1960. Við krakkarnir sátum við eldhúsborðið meðan hún var að steikja kartöflurnar og fengum síðan forskot á sæluna, stórann disk fullann af frönskum.
Ég ásamt móður minni Valeyju Jónasdóttur
Ég í Kýrholti 1960. Strákurinn sem er með mér á myndinni var kallaður Kiddi, og var í sveit á sama tíma og ég.
Ég og Jóhann Skarphéðinsson að fara á grímuball á Hótel Höfn 28. mars 1963, daginn eftir stóra jarðskjálftann.
Í Kýrholti 1963, ég 11 ára með hundinum Skugga, Systa, Svenni og Kiddi.
Svenni bróðir og ég.
Fram á firði á gúmí skónum.
Bekkurinn minn í barnaskóla. Myndin er frá Gunnari Binnu.
Ég um fermingar aldurinn.
















