Mánaberg ÓF 42
Fór tvo afleysingatúra á Mánaberg 2008 og hef verið
fastráðinn þar frá 2009
Sigurbjörg ÓF 1
Fór einn túr á Sibbuna í desember 2008
Vigri RE 71

Fór einn túr á Vigra í mars 2008
Múlaberg SI 22
Var á Múlaberginu frá júlí 2002 til september 2007
Sunna SI 67
Sigldi sem vélstjóri á Sunnu í ágúst 2004. Hún var að fara í slipp í Danmörku. (Mynd fengin að láni hjá Emil Páll)
Stálvík SI 1
Var á Stálvíkinni 2001 og 2002
BS Sigurvin
Var umsjónamaður og vélstjóri á BS Sigurvin 1998 og 1999
Sigla SI 50
Sigldi austur sem vélstjóri á Siglunni í mai 1999 Siglan var í eigu Siglfirðings ehf (Mynd fengin af netinu)
Polar Siglir ex Siglir SI 250
Var á Siglir SI 250 árin 1996 0g 1997 síðan á Polar Sigli árið 2001 (Mynd af netinu)
Skjöldur SI 101
Var á Skyldi 1987 slasaðist þar og var frá sjómennsku næstu 10 árin.
Mynd Aðalsteinn Jónasson
Sveinborg SI 70
Var á Sveinborgu 1986 og 1987 með Palla Gull og seinna Þórði Árelíussyni.
Dröfn SI 67
Var á Dröfninni 1985 hjá Matta Haralds.
Gissur Hvíti SI 55
Var eigandi ásamt Ólafi Gunnarssyni og Stefáni Birgissyni að Gissuri árin 1982 til 1984. Þessi mynd var tekin í slippnum á Akureyri þar sem var verið að setja á hann ísvörn fyrir skelfiskveiðar í Breiðafirði.
Sif ÍS 90
Svipaðann bát áttum við Bergur Garðarsson saman. (1982) Heitir í dag Ragnar Alfreðs GK.
Báran SI 14
Við Beggi byrjuðum útgerð saman á Bárunni snilldar trilla og rérum við bæði í Flatey og Grímsey á henni enda mikið fiskileysi við Siglufjörð.
Jónas SI
Ég á ekki mynd af Jónasi en það var færeyingur svipaður þessum. Við Jökull bróðir keyptum skrokk frá Mótun og innréttuðum hann saman, þetta er árið 1981 og var ég á Sigurey Si 71 meðan á þessu stóð.
Sigurey SI 71
Var á Sigurey 1980 og 1981 með Kristjáni Rögnvaldssyni
Sigluvík SI 2
Var á Sigluvík 1975 til 1979 með Budda vini mínum.
Tjaldur SI 175
Var í vélskólanum 1974 og 1975 réri þá mikið á Tjaldinum með Núma Jóhannssyni og var það góð búbót með skólanum
Hegranes SK 2
Var á Hegranesinu sumarið 1975
Unnur II SI
Við Finnur Hauks rérum saman sumarið 1974 á trillu sem pabbi hans átti.
Mynd: Róbert Guðfinnsson.
Sæbjörg VE 56
Var á aflaskipinu Sæbjörgu vetravertíðina 1974 með Hilmari Rósmundar.
Sigurður Sveinsson SH 26
Réri á Snæfellsnesi vertíðina 1973 á Sigurði Sveinssyni.
Hlíf SI 24
Var á Hlífinni árin 1973 og 1974
Haförninn Siglufirði
Byrjaði sjómensku á Haferninum 1969 og 1970. Við vorum í olíuflutningum fyrir AP Möller í Danmörku.
Mynd: Steingrímur Kristinsson
























